Var ríkissakóknari í svokölluðum Baugsmálum
Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir, settur dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um að Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, verði skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá 18. maí n.k.
Sigurður Tómas Magnússon er fæddur 15. júní 1960 og lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands vorið 1985. Auk dómarastöðu við Landsrétt hefur hann gegnt embætti héraðsdómara og prófessorsstöðu við Háskólann í Reykjavík. Hann var einnig settur ríkissakóknari í einum umfangsmestu sakamálum síðari tíma á Íslandi, svokölluðum Baugsmálum og sótti þau bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti að því er kemur fram í fréttablaðinu.is
Aðrir umsækjendur um embættið voru Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, og Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Við skipun Sigurðar Tómasar í Hæstarétt losnar embætti eins dómara við Landsrétt sem auglýst verður laust til umsóknar innan tíðar.