Það eru vægast sagt ömurlegar tölur sem við sjáum þegar ársreikningur Strætó er birtur með hundruða milljóna tapi á hverju ári og milljarðatap þegar horft er til meðlagsgreiðslna. Nú á svo að setja tugi milljarða í enn meira bull sem gengur undir nafninu Borgalína, í glærukynningum.
Kommakrata fylking eins og það stjórnvald sem hefur stjórnað borginni undanfarin ár hefur enga tilfinningu fyrir rekstri og hefur ekkert fjármálalæsi. Hér er t.d. áætlun um rekstrarafgang hjá Strætó upp á tæpar 300 milljónir en endar í 462 milljóna króna tapi 2021. Skekkjan hjá þessum flokkum sem stjórna borginni nemur því 762 milljónum. Hvernig í veröldinni er hægt að hafa slíkt fjármálaólæsi?
Strætisvagnar ganga tómir og mengandi um alla borg þrátt fyrir að reynt hafi verið að neyða íbúa til að ferðast með þeim. Fyrirtækið er gjaldþrota m.v. ársreikninga þess, tekjur af fargjöldum eru það lág. Strætó er á fjárlögum hjá almenningi. Bíleigendur sem þrengt er að, greiða með sköttum sínum og gjöldum fyrir gífurlegan taprekstur Strætó á hverju ári.
Til þess að toppa þetta rugl á svo að koma upp Borgarlínu sem á víst að kosta um 40.000.000.000 kr. – í fyrsta áfanga. (sem eru 40 milljarðar, fyrir þá ólæsu). Sú upphæð mun aldrei standast og verður líklega 50-100% hærri miðað við reynslu okkar af þessum rekstri hjá óábyrgum opinberum aðilum hjá ríki og borg. Man ekki einhver eftir ónýtum skúr í Vesturbænum sem dælt var hundruðum milljóna í, eldgömlum braggaræfli og dönsku stránum? Svona er þetta allt hjá Reykjavíkurborg, þeir eru víða Braggarnir.
Á fundi hjá Strætó bs. þann 28.apríl s.l. kom fram að vinna sé í gangi af hálfu verkfræðistofu og að það standi til að einkavinavæða þennan vonlausa rekstur:
,,Útboð á akstri
Lilja Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur frá VSB verkfræðistofu, kom inn á fjarfundinn og kynnti niðurstöður skoðunar útboðsfyrirkomulags á Norðurlöndunum vegna aðkeypts aksturs. Auk þess lagði framkvæmdastjóri fram vinnuskjal um samanburð á kjarasamningum hjá Strætó og á almennum markaði.
Í framhaldi af kynningu dagsins mun VSB verkfræðistofa skila framkvæmdastjóra skýrslu um útboðsfyrirkomulag vegna aðkeypts aksturs strætisvagna á Norðurlöndunum. Í framhaldi af því mun framkvæmdastjóri í samráði við formann óska eftir eigendafundi til að kynna skýrslu VSB og leita eftir afstöðu eigendavettvangs Strætó til útboðsfyrirkomulags í áformuðu næsta útboði félagsins á akstri strætisvagna.“ Segir í fundargerð Strætó.
95% á höfuðborgarsvæðinu ferðast með öðrum ferðamáta en Strætó
Jahá, þetta er allt mjög fróðlegt og nú stefnir Reykjavíkurborg á lántöku upp á um 300 milljónir til að fjármagna taprekstur á árinu 2022 auk þess sem skerða á þjónustuna verulega.
Raunverulegt rekstrartap er um 5.200 milljónir kr. fyrir 2020 samkvæmt ársskýrslu. Ársreikningur Strætó fyrir 2020 sýnir að styrkir frá Reykjavíkurborg og bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru 3.825 milljónir kr og frá ríkinu 900 millj kr samtals styrkir uppá 4.725 milljónir kr. Fargjöld þ.e. það sem farþegar leggja í púkkið er einungis 1.746 milljónir kr og lækka um 25% milli ára. Það eru sífellt færri farþegar og meira tap ár eftir ár.
Strætó telur styrkina frá bæjarfélögum og ríkinu ekki sem tap einungis það sem þeir hefðu áætlað varðandi tekjur af farþegum um 450 millj kr. Tapið af rekstri Strætó er um 5.200 milljónir sem er tekið af skattfé okkar. Stjórn Strætó kennir Covid um tapið en færri farþegar eru að stórum hluta vegna þess að það eru komnar nýjar lausnir. Rafskútur (rafhlaupahjól) eru orðin mjög vinsæl samgöngutæki á höfuðborgarsvæðinu og Strætó ekur tómur meirihluta dags og hringsólar og mengar sem aldrei fyrr. Almenningur notar ekki Strætó kýs frekar heimilisbílinn, reiðhjól og rafhlaupahjól eða gengur.
En það eru bara engir farþegar í 95% ferða Strætó ! Síðan er sagt að það sé svo kostnaðarsamt fyrir Strætó að einhverjir 450 lykilstarfsmenn þurfi að komast til vinnu og Strætó tryggi það Yfir 95% fólks á höfuðborgarsvæðinu ferðast með öðrum ferðamáta en Strætó það sýna tölur. Þannig að yfir 95% lykilstarfsfólks ferðast ekki með strætó. Einungis um 2-3 % ferðast með Strætó.
Fjárhagsáætlun Strætó 2022, endurskoðuð áætlun