Skipið var nýsmíðað fyrir rússneska herflotann
Úkraínskar hersveitir hafa kveikt í flutningaskipi rússneska sjóhersins á Svartahafi, skipið er það nýjasta í rússneska flotanum. Atvikið átti sér stað nálægt Snake Island. Fréttir af málinu bárust frá Serhiy Bratchuk, talsmanni svæðisherstjórnarinnar í Odesa. Áhöfnin er að reyna að berjast við eldinn og koma skipinu til næstu hafnar sem er Sevastopol, en ennþá er ekki vitað hvernig það gengur eða hvort það muni ganga.
Árásin á skipið er sögð vera vegna þess að Kremlverjar hafi hótað að grípa til „hefndarráðstafana“ ef Finnland gangi í NATO, en tilkynnt var um fyrirhugaða inngöngu í bandalagið í vikunni.
„Sem aðili að NATO myndi Finnland styrkja allt varnarbandalagið,“ sögðu Sauli Niinisto forseti og Sanna Marin forsætisráðherra í sameiginlegri yfirlýsingu „Finnland verður að sækja um aðild að NATO án tafar. Við vonum að þau atriði sem enn þarf til að taka þessa ákvörðun verði tekin hratt á næstu dögum.“
https://gamli.frettatiminn.is/15/04/2022/russar-hota-nordurlondum/
Umræða