Bjartmar Guðlaugsson semur þjóðhátíðarlagið í ár. Lagið heitir Eyjarós og segir hann það höfða sérstaklega til þeirra sem hafa orðið ástfangin í Eyjum. Það eru þrjátíu ár síðan Bjartmar samdi síðast Þjóðhátíðarlag en það var textinn við lagið Í Brekkunni sem hann samdi með Jóni Ólafssyni.
„Lagið í ár heitir Eyjarós. Þetta er svoleiðis bullandi rómantík og þetta lag mun alveg sérstaklega höfða til þeirra sem hafa orðið ástfangnir á Þjóðhátíð.
En svo er þetta líka mjög gott rasskinna eróbikk. Það munu allir raula með,“ sagði Bjartmar um lagið sitt í samtali við Eyjafréttir.
Hlusta má lagið hér fyrir neðan.
https://www.facebook.com/thjodhatid/videos/2284712408459377/
Umræða