Ekki var hægt að útiloka með öllu að einhver væri inn í húsinu sem brann í nótt en þar hefur hústökufólk haldið til.
Uppfært kl:08.24 Reykkafarar fóru um allt húsið og viðbygginguna við það, og fundu ekki fólk í húsinu.
Eldur kom upp í gömlu, yfirgefnu einbýlishúsi í Fossvogi á fjórða tímanum í nótt en þar hefur hústökufólk haldist við öðru hverju.
Allt tiltækt lið var sent á vettvang og húsið var orðið alelda þegar að slökkvilið kom á staðinn. Enginn hefur búið í húsinu í langan tíma vitað er að fólk hafi haldið þar til öðru hvoru í leyfisleysi en ekki er talið að nokkur hafi verið þar innan dyra þegar slökkvilið kom að.
Reykkafarar voru búnir að fara um allt einbýlishúsið en klukkan hálf fimm hafði enn ekki tekist að komast inn á efri hæð viðbyggingar við húsið, svo ekki var hægt að útiloka með öllu að einhver væri innan dyra. Húsið er gamalt, bárujárnsklætt timburhús og er gjörónýtt eftir eldinn, sem að líkindum hefur kviknaði utan dyra.