Ráðherra leynir enn upplýsingum um hverjir fengu 3.600 íbúðarhús á 15 millj. kr. að meðaltali, þrátt fyrir leyfi Persónuverndar

Ásmundur Einar Daðason ráðherra og æðsti yfirmaður Íbúðalánasjóðs, stendur enn í vegi fyrir því að upplýsa hverjir fengu 3.600 íbúðarhús sem að Íbúðalánasjóður hirti af fjölskyldum á nauðungaruppboðum og afhenti svo nýjum eigendum sem njóta nafnleyndar ráðherrans. Persónuvernd veitti Ásmundi Einari Daðasyni, fulla heimild til þess að upplýsa um hverjir hefðu fengið íbúðarhúsin, fyrir um einu og hálfu ári síðan, en engar upplýsingar fást, þrátt fyrir að t.d. allir þingmenn Miðflokksins hafi óskað formlega eftir því á Alþingi í vel á þriðja ár.
Þorsteinn Sæmundsson tók þátt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag, hann spurði þar félags- og barnamálaráðherra út í fyrirspurn sína um sölu fullnustueigna Íbúðalánasjóðs sem enn er ósvöruð:
Nú háttar svo til að sá sem hér stendur hefur sjö sinnum lagt sömu fyrirspurn fyrir félags- og barnamálaráðherra án þess að svör hafi borist og borið er við ýmsum hlutum; trúnaðarskyldu, persónuvernd o.fl. Persónuverndarlög eiga ekki við um störf Alþingis, þau gilda ekki þar. Ekki ríkir sérstakur trúnaður á þeim upplýsingum sem Alþingi fær afhentar.
Fyrir atbeina forseta vann yfirlögfræðingur Alþingis mjög gott minnisblað til þess að reyna að styrkja málstað Alþingis og alþingismanna í baráttu þeirra við ráðherra til þess að fá svör við fyrirspurnum sínum. Þar kemur skýrt fram, í þessu minnisblaði sem félags- og barnamálaráðherra hefur fengið til yfirlestrar, a.m.k. tvisvar sinnum, að honum beri að svara fyrirspurnum, og þar á meðal fyrirspurn sem hér hefur verið sett fram sjö sinnum, um fullnustueignir Íbúðalánasjóðs.
Hér segir í lok minnisblaðsins að synjun félags- og barnamálaráðherra á því að veita umbeðnar upplýsingar hafi ekki verið í samræmi við tilvitnuð ákvæði þingskapa Alþingis. Því spyr ég (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra: Hyggst hann halda áfram að fara á svig við lög um þingsköp og ráðherraábyrgð? Eða hyggst hann svara þeirri fyrirspurn sem nú hefur komið fram sjö sinnum?
https://www.facebook.com/midflokkur/videos/261746241599330/UzpfSTE0ODU2MDg4NTQ6ODc2MTUzNzQ2MjE5OTAz/
https://gamli.frettatiminn.is/radherra-leynir-enn-upplysingum-um-hverjir-fengu-3-600-ibudarhus-thratt-fyrir-leyfi-personuverndar/
https://gamli.frettatiminn.is/moguleiki-er-ad-stefna-radherrunum-fyrir-dom-til-ad-fa-upplysingarnar-fram/