Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag stefnir í sæmilegasta veður til að halda upp á sjómannadaginn. Það er áframhaldandi norðlæg átt og væta með köflum fyrir norðan og austan og svalt í veðri, en styttir upp þar eftir hádegi. Sunnan heiða verður að mestu þurrt og bjart með köflum, en líkur á stöku skúr seinni partinn. Hiti verður þar með besta móti eða upp í 19 stig. Á morgun verður algjör viðsnúningur á milli landshluta þegar snýst í suðaustlæga átt með rigningu S- og V-lands og kólnar, en hlýnar fyrir norðan með þurru veðri lengst af og jafnvel líkur á að sjái til sólar.
Veðuryfirlit
400 km NA af Færeyjum er 990 mb lægð sem fer NA og grynnist heldur. 400 km VSV af Hvarfi er 992 mb lægð sem hreyfist A og síðar NA.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt 3-10 m/s, en vestan 8-13 með suðurströndinni. Styttir upp um landið norðanvert, en bjart með köflum sunnan heiða og skúrir á stöku stað síðdegis. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast sunnanlands. Fer að rigna á Suður- og Vesturlandi í nótt. Sunnan og suðaustan 3-10 m/s á morgun. Súld eða rigning, en skýjað með köflum og að mestu þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast norðaustantil.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vestlæg átt 3-8 og skýjað með köflum, en suðaustan 5-10 og súld eða rigning í nótt og á morgun. Hiti 9 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðlæg átt 5-13 m/s og lítilsháttar skúrir, en léttir til á Austurlandi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðlæg átt, skýjað með köflum og smáskúrir um landið sunnan- og vestanvert. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.
Á föstudag (lýðveldisdagurinn):
Snýst í norðlæga átt. Rigning sunnanlands og síðan austantil á landinu, annars úrkomulítið. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag:
Vestlæg átt, úrkomulítið og hlýnar í veðri.