53 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast vilja breytingar á stjórnarskrá í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs. 18 prósent segjast vilja breytingar, en ekki þær sem stjórnlagaráð lagði til. Samtals segjast því 71% svarenda vilja breytingar á stjórnarskrá.
Aðeins 13 prósent svarenda vilja ekki gera neinar breytingar á stjórnarskránni og 16 prósent segja engan af fyrrnefndum kostum samræmast skoðunum þeirra. Ríflega 22 prósent í könnunni tóku ekki afstöðu og stuðningur við stjórnarskrárbreytingar er minnstur meðal þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn. Stuðningur við óbreytta stjórnarskrá er mestur meðal kjósenda Miðflokks.
Könnunin var netkönnun og var gerð dagana 18. til 28. júní. Þátttökuhlutfall var 53,3%, úrtaksstærð 1.626 einstaklingar 18 ára eða eldri af öllu landinu valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup.
Umræða