Alls voru um þrjátíu jarðskjálftar í skjálftahrinu í morgun norðaustur af Reykjanestá. Hrinan byrjaði rétt fyrir klukkan átta í morgun.
Tveir skjálftar í hrinunni mældust yfir þrír að stærð og fannst annar þeirra í byggð. Jarðskjálfti sem var 3,3 að stærð varð rúma sex kílómetra norðaustur af Reykjanestá þegar klukkan var rúman stundarfjórðung gengin í níu í morgun.
Rétt fyrir klukkan hálf níu varð annar skjálfti, öllu stærri, sem mældist 3,4. Sá fannst í Reykjanesbæ. „Við myndum nú bara kalla þetta smáhrinu,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í viðtali við rúv.is.
Umræða