Börn hafi meiri völd en foreldrar
Salvör Nordal umboðsmaður barna leggur þunga áherslu að það sé hlustað á vilja barna vegna bólusetningar. Hún bendir jafnframt á að unglingar sem eru orðnir 16 ára séu sjálfstæðir þjónustuþegar gagnvart heilbrigðiskerfinu og hafa því vald til að ákveða sjálf hvort þau vilji láta bólusetja sig eða ekki samkvæmt lögum.
Foreldrar séu jafnvel ekki sammála um hvort eigi að bólusetja barnið við COVID-19, eða barnið sjálft er á móti bólusetningunni. Fjölskyldan verði að ræða saman og til þess þurfi að hafa góðar upplýsingar um ávinninginn og áhættuna en í grunninn séu foreldrarnir valdalausir gagnvart barninu. Fjallað er um málið í Speglinum á Rúv og farið nákvæmlega yfir málið.
- Hvað ef foreldrar vilja ekki láta bólusetja barn, en barnið vill bólusetningu?
- Eða ef barn vill ekki láta bólusetja sig en foreldrarnir vilja það?
- En ef foreldrarnir eru innbyrðis ósammála, annar vill að barnið sé bólusett, hinn ekki og barnið er á milli steins og sleggju?
Um sé að ræða flóknari framkvæmd þegar bólusetja eigi börn en fullorðna