Eldsneytisverð heldur áfram að lækka í Bandaríkjunum. Verðið er aftur komið niður fyrir fjóra dali fyrir hvert gallon, sem þýðir að hver lítri af bensíni kostar jafnvirði um 143 íslenskra króna vestra en fjallað var um málið á vef ríkisútvarpsins.
Þrátt fyrir nokkra lækkun er hvert gallon enn 80 sentum dýrara en það var fyrir ári. Eldsneytisverðið varð hæst rúmir fimm dalir fyrir gallon í júní en hefur fallið ört síðan þá, segir í fréttinni.
Umræða