Töluverður erill hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt Hér eru helstu verkefni lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til fimm í morgun.
- Fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.
- Vinnuslys- Starfsmaður var að vinna í skurði og féll aftur fyrir sig og rotast. Fluttur með sjúkraflutningum til aðhlynningar.
- Aðili handtekinn grunaður um sölu fíkniefna.
- Vinnuslys-starfsmaður að pússa glas sem brotnar og glerbrot skaust í auga. Fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.
- Aðili berar sig fyrir framan fólk í miðbænum. Handtekinn fyrir blygðunarsemisbrot.
- Aðili fellur af rafhlaupahjóli og slasast í andliti. Grunur um ölvun.
- Aðili með skerta meðvitund eftir fall af rafhlaupahjóli en rankar við sér á vettvangi, fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Grunur um ölvun.
- Aðili handtekinn fyrir líkamsárás. Ógnaði árásarþola með hnífi og lagði hann að hálsi hans.
- Aðili handtekinn fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Beindi hnífi að lögreglumönnum.
Hafnarfjörður Garðabær
- Innbrot í geymslu
- Líkamsárás, gerandi farinn af vettvangi þegar lögregla koma á vettvang. Vitað hver gerandi er.
- Aðili handtekinn fyrir eignaspjöll
Kópavogur Breiðholt
- Tveir aðilar handteknir vegna nytjastulds á bifreið. Þá var ökumaður bifreiðar einnig grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna auk þess að aka án þess að vera með ökuréttindi.
Umræða