Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag nálgast alldjúp lægð landið úr suðvestri. Henni fylgir vaxandi suðaustanátt og rigning um allt land og slagviðri sunnan- og vestantil síðdegis. Hiti á bilinu 6 til 12 stig.
Áfram má búast við vinda- og vætusömu veðri á morgun, en þó styttir að mestu upp norðaustanlands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á þriðjudag er útlit fyrir sunnan kalda eða stinningskalda með skúrum, en þurru og björtu veðri á norðaustanverðu landinu. Kólnar lítillega.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi suðaustanátt og rigning, 13-23 m/s síðdegis, hvassast í vindstrengjum við fjöll á V-verðu landinu og talsverð rigning S- og V-lands. Hiti 6 til 12 stig.
Sunnan og suðaustan 13-20 m/s á morgun, en heldur hægari síðdegis. Þurrt að kalla NA-til, annars rigning eða skúrir og talsverð úrkoma SA-lands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á NA-landi.
VEÐUR VIÐVÖRUN
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Sunnan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og A-lands. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast á NA-landi.
Á miðvikudag:
Suðvestan 5-10 og dálitlar skúrir, en þurrt og bjart NA- og A-lands. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Suðaustanátt og víða rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 10 til 16 stig.
Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt og skúrir, en úrkomuminna á Norðaustanverðu landinu.
Á laugardag:
Útlit fyrir breytilega átt og lítilsháttar skúrir. Heldur kólnandi veður.
Spá gerð: 12.09.2021 08:24. Gildir til: 19.09.2021 12:00.