Skjálftavirkni jókst aftur við Grímsey rétt fyrir miðnætti, eftir að hafa minnkað lítillega í gærdag. Stærsti skjálftinn nú mælist 4,2 að stærð og átti hann sér stað klukkan 01:05 í nótt, um 10 km norðan við Grímsey.
Fáar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð. Nokkur skjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið, þar af nokkrir yfir 3 að stærð.
Þessi virkni er hluti af hrinu sem hófst 8. september. Alls hafa um 6000 skjálftar mælst síðan hrinan hófst en stærsti skjálftinn varð 8. september kl. 04:01 og var 4,9 að stærð.
https://gamli.frettatiminn.is/10/09/2022/vardskipid-tor-a-leid-til-grimseyjar-vegna-skjalftahrinu/
Umræða