Mótmæli verð í dag við þingsetningu á Alþingi, þar munu koma fram bæði smábátasjómenn og aðrir til þess að mótmæla ríkisstjórn landsins. Mikil óánægja hefur verið með ýmis verk sem og verleysi ríkisstjórnarinnar í hinum ýmsu málum og er þar of langur listi til að telja upp í einni grein. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu vegna mótmælanna.
Smábátasjómenn ætla að mótmæla undir slagorðunum ,,Auðlindir okkar landsmanna. Ekki hinna fáu,“
Þeir hafa sameinast til að tryggja hlutdeild landsmanna í eigin auðlind, þ.e. að fiskurinn í sjónum verði áfram sameign þjóðarinnar eins og önnur þjóðarverðmæti.
Umræða