Vegna ummæla framkvæmdastjóra Samtakanna ‘78 um að framlagi sé ekki úthlutað til verkefna samtakanna í fjárlögum fyrir árið 2024 vill forsætisráðuneytið árétta að gert er ráð fyrir að 40 milljónir sem runnið hafa til samtakanna á undanförnum árum muni áfram renna til þeirra til að sinna mikilvægum verkefnum í réttindabaráttu hinsegin fólks. Það er í samræmi við orð forsætisráðherra um að aukinn hluti framlaga til samtakanna verði gerður varanlegur.
Hins vegar fellur niður tímabundið 15 milljóna króna viðbótarframlag sem fjárlaganefnd lagði til á árinu 2023 vegna fræðslufulltrúa og fengu samtökin því samtals 55 milljónir frá ríkinu á yfirstandandi ári.
Eins og samtökunum er kunnugt um rennur núgildandi þjónustusamningur milli forsætisráðuneytisins og Samtakanna ´78 út í lok þessa árs og fyrirhugaðar eru viðræður milli aðila um áframhaldandi þjónustusamning til næstu ára. Það er því alrangt sem fram kemur í fréttaflutningi að framlög til Samtakanna ´78 falli niður í fjárlögum næsta árs.
Umræða