Kæri dómsmálaráðherra
Í höfði mínu búa ýmsar hugmyndir og hugsanir um hvernig mætti byggja upp betra samfélag, hér að neðan er örlítið sem er mér mjög hugleikið.
Börn á rafmangsvespum sveima um götur borgarinnar á mikilli ferð hjálmlaus og vitlaus.
Því tel ég að breyta ætti reglugerðum og herða í leiðinni.
Þegar að barn undir 16. ára aldri er hjálmlaust á rafmagnsvespu eða öðru rafknúnu farartæki ætti umsvifalaust að sekta foreldra/forráðamenn um a.m.k. 30.000 krónur.
Séu tvö börn á tæki og hjálmalaus væri sú upphæð x 1.5
Séu önnur umferðarlög brotin skal sektað foreldri/forráðamann í samræmi við almennar sektir.
Þess má einnig geta að börn sem hafa náð 15. ára aldri hafa rétt til þess að taka vespuprófið halda áfram á vélknúnum ökutækjum á gangstéttum og öðrum stígum sem eingöngu eru ætlaðir gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki.
Varðandi hjólreiðafólk, þá eru sumir á keppnishjólum á höfuðborgarsvæðinu á hjólastígum, hjólin ná 50-70 km. hraða, jafnvel meira. Eru þessir hjólreiðamenn með ábyrgðatryggingu ef þeir t.d. hjóla á gangandi vegfarnda og valda örkuml eða dauða? Hver ber ábyrgð?
Er varðar tryggingar á þessum rafknúnu farartækjum, hver er skylda eigenda? Hver er skylda forráðamanna? Hvað ef barn veldur dauðaslysi? Hvar liggur ábyrgðin?
Þar sem blaðamaður var svo vinsamlegur að bjóðast til að taka við svörum þá bið ég þig dómsmálaráðherra að svara þessu skeyti á frettatiminn@gamli.frettatiminn.is.
Með von um skjót svör og ábyrgð í þessu máli.
Eiríkur