Sumarið 2022 var verðmæti strandveiðiafla rúmir 4,7 milljarðar króna. Þar af um 1,3 milljarðar í maí, 1,9 milljarðar í júní og 1,5 milljarðar í júlí en strandveiðitímabilinu lauk í júlí í ár. Til samanburðar var verðmæti strandveiðiafla árið 2021 tæpir 3,9 milljarðar króna eða 838 milljónum minna en í ár.
Veftafla, sem sýnir afla og verðmæti eftir kvótaflokkum, hefur verið uppfærð með bráðabirgðatölum sem ná út júlí 2022.
Umræða