Tryggvi Marteinsson, kjarafulltrúi hjá Eflingu var rekinn úr starfi eftir 27 ár hjá Eflingu. Hann greindi sjálfur frá því á Facebooksíðu sinni í gær. Mbl.is segir að Tryggvi sé maðurinn sem Sólveig Anna Jónsdóttir hefði sagt að ætlaði að beita sig ofbeldi, í færslu sinni á samfélagsmiðlum.
,,Í dag var ég rekinn frá Eflingu. 27 ára starf var virt að vettugi enda kommúnistar við stjórn. Það er mikil reisn yfir þessu félagi og þetta var það fyrsta sem ný stjórn sýndi til að leysa vandann sem Sólveig skapaði.
Skömmin er mikil hjá þeim sem eru titlaðir yfirmenn í dag.“
Umræða