Hugleiðingar veðurfræðings
Fyrripart dagsins í dag má búast við suðlægri átt 5-13 m/s með rigningu eða skúrum, en það léttir til um landið norðaustanvert. Síðdegis lægir vind og styttir upp að mestu. Hiti 2 til 7 stig. Hægi vindurinn síðdegis stendur ekki lengi, því í kvöld og nótt hvessir af austri. Á morgun er spáð austan strekkingi eða allhvössum vindi, en hvassviðri eða jafnvel stormi á sunnanverðu landinu. Þurrt að mestu norðanlands, en fer víða að rigna annars staðar eftir hádegi og talsverð rigning suðaustantil. Með austnáttinni færist mildur lofmassi yfir landið svo hitatölur þokast uppávið, hiti á morgun á bilinu 5 til 12 stig, hlýjast á Suðvesturlandi. Annað kvöld lægir síðan með suðurströndinni.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Faxaflói og Suðausturland
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt 5-13 m/s og rigning eða skúrir, en léttir til um landið norðaustanvert. Hægari og styttir að mestu upp síðdegis. Hiti 2 til 7 stig.
Hvessir í kvöld og nótt. Austan 15-25 m/s á morgun, hvassast um landið sunnanvert, en hægari norðaustantil. Fer að rigna eftir hádegi, en úrkomulítið fyrir norðan. Talsverð úrkoma með suðurströndinni annað kvöld og lægir þar. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðaustan og austan 5-13 m/s og rigning með köflum, en styttir upp um kvöldið á vestanverðu landinu. Hiti 3 til 9 stig.
Á þriðjudag:
Austan 10-18 m/s. Rigning suðaustan- og austanlands, en þurrt annars staðar. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Ákveðin suðaustan- og austanátt og rigning, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 4 til 9 stig.
Á föstudag:
Snýst í suðlæga átt með vætu í öllum landshlutum. Kólnar heldur.