Tveir menn sváfu af sér rýmingu í Grindavík aðfaranótt laugardags. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það ekki óeðlilegt í svona aðgerð, lögreglan brjóti sér ekki leið inn í eignir.
Þetta kom fram hjá ríkisútvarpinu, þar segir jafnframt ,,Annar mannanna er íbúi í Grindavík en hinn var einn á hótelherbergi. Gert er ráð fyrir að mennirnir hafi sofið mjög fast.
Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn, segir að lögregla hafi orðið vör við mennina á laugardagsmorgun, en bærinn var að fullu rýmdur um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags.“
Umræða