Hefur fengið að hitta dóttur sína undir eftirliti í 24 tíma síðastliðna 35.000 klukkutíma
Hugi Ingibjartsson hefur lengi barist við Barnavernd Kópavogs fyrir því að fá rýmri umgengni við dóttur sína í nokkur ár eða frá því barn hans var sett í fóstur, en barnið hafði átt við heilsubrest að stríða sem varð þess valdandi að barnið grét án afláts nánast allan sólarhringinn, að lokum buguðst foreldrarnir og óskuðu eftir fóstri. Hugi fær að hitta dóttur sína í 5 klukkutíma aðra hvora helgi en aðeins undir eftirliti tveggja starfsmanna Barnaverndar af óskiljanlegri ástæðu.
þeir eru að vonast til þess að ég gefist upp
Hugi sem var gestur Kolfinnu Baldvinsdóttur í síðdegisútvarpinu á útvarpi Sögu, segir að í fyrstu hafi hann haft stúlkuna sína í umgengni yfir nótt,aðra hverja helgi en fljótlega fór að bera á að fóturforeldrið vildi takmarka umgengnina enn frekar og varð hún 5 klukkustundir aðra hverja helgi.
Fær að hitta dóttur sína einn dag á ári en aðeins í örfáar klukkustundir
Hugi varð að vonum ósáttur við hversu litla umgengni hann fengi, en eftir að hafa farið fram á rýmri umgengni snerust barnaverndaryfirvöld gegn honum af mikilli hörku og er nú svo komið að Hugi fær að hitta dóttur sína einn dag á ári aðeins í örfáar klukkustundir.
Viðurkennt hefur verið fyrir dómi að Barnavernd Reykjavíkur hafi brotið á réttindum Huga og dóttur hans en þrátt fyrir það halda starfsmenn barnaverndar háttsemi sinni gagnvart feðginunum áfram.
Hugi segist ekki á þeim buxnum að gefa baráttuna upp á bátinn þrátt fyrir mótlætið, hann telur að lögfræðikostnaður vegna þessa máls er varðar dóttur hans, sé um eða yfir 10 milljónir.
”þeir eru að vonast til þess að ég gefist upp og hafa óskað eftir því að ég dragi ákveðn ummæli um starfsmenn barnaverndar til baka en ég læt þau standa, enda hafa þeir brotið fjölmörg lög”