IKEA á Íslandi hefur nú bæst í hóp fyrirtækja sem hafa á undanförnum vikum hætt viðskiptum við fyrirtækið Rapyd en hið síðarnefnda hefur verið eitt umdeildasta fyrirtæki landsins eftir að forstjóri þess lét hafa eftir sér að allar aðgerðir Ísrael til að drepa meðlimi Hamas væru réttlætanlegar. Arik Shtilman, forstjórinn og stofnandi Rapyd, er sjálfur frá Ísrael. Fjallað er ítarlega um málið á vefnum Mannlíf.is
Ummæli hans vöktu hörð viðbrögð í íslensku þjóðfélagi og hafa nokkur fyrirtæki hætt að notast við færsluhirðingu Rapyd en fyrirtækið sérhæfir sig í slíku. Þá hefur HSÍ verið gagnrýnt fyrir styrktarsamning sem sambandið gerði við Rapyd stuttu eftir að Shtilman lét ummælin falla. Í nóvember fór svo heimasíðan Hirðir.is í loftið en tilgangur hennar er að upplýsa um hvaða íslensku fyrirtæki eiga í viðskiptum við Rapyd.
Bragi Páll Sigurðsson, rithöfundur segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni.
Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, greindi frá því í kvöldfréttum Rúv, að Ísland hygðist ekki draga sig úr keppni í Eurovision til að mótmæla þátttöku Ísraels. Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu þá skrifað undir undirskriftalista til að hvetja Ísland til sniðgöngu á keppninni í ljósi voðaverka Ísraelshers.
,,Eins og ef allir íbúar Akureyrar hefðu verið drepnir“
Löngu eftir að sprengjunum hættir að rigna – hver ertu þá?
Ísraelski herinn og stjórnendur hans hafa á ný tekið niður grímuna. Þjóðarmorðið er hafið aftur af fullum krafti eftir nokkurra sólarhringa ekki-hlé. Þessi miðill ritskoðar allt sem við kemur morðunum, svo ég get ekki sýnt ykkur nýjustu myndir eða myndbönd. En ég er á öðrum þar sem hryllingurinn blasir við. Síðasta myndband sem ég sá var tvö börn, líklega á aldrinum 3-5 ára, þakin ryki og sínu eigin blóði, annað augljóslega látið. Önnur myndbönd sem ég hef séð í dag eru af móðir haldandi á látnu barni vöfðu í hvítt lak að biðja það afsökunar á því að hafa ekki geta verndað það. Afi sem heldur á látnu kornabarni sem fæddist eftir að þjóðarmorðin hófust og lést í sprengjuárás í nótt. Fólk að leita í rústum, raðandi líkamshlutum látins barns í teppi.
Tuttugu þúsund óbreyttir borgarar hafa verið myrtir. Það er eins og ef allir íbúar Akureyrar hefðu verið drepnir. Og nú eru morðin hafin á ný. Eina fréttin á íslenskum miðlum fjallar um skotárás í strætóskýli í Ísrael. Sum líf eru merkilegri en önnur. Ekki orð um rotnandi líkama nýfæddra barna sem Ísraelski herinn sagðist ætla að sjá um eftir að hafa rekið heilbrigðisstarfsfólk og foreldra þeirra út af spítalanum sem þau fæddust á, en gerðu ekki. Yfirgaf þau til þess að deyja hægum og kvalafullum dauðdaga. Nýfædd börn. Skilin eftir til þess að deyja og rotna. Utanríkisráðherra okkar er hugsjónalaus heigull. Marserar í sama takt og restin af gungunum sem stjórna vesturlöndum. Getur ekki einu sinni ropað því upp úr sér að sprengjuregn á óbreytta borgara í flóttamannabúðum sé árás. Sumir mestu aumingjarnir ganga jú í jakkafötum.
Riftum stjórnmálasambandi við Ísrael! Stöðvið þjóðarmorðið!
En þegar allt þetta er liðið og ég þarf að standa fyrir svörum, hvað mun ég segja? Þegar börnin mín og barnabörn spyrja, hvað gerðir þú, hvað verður hið heiðarlega svar? Að ég hafi litið undan? Fréttirnar hafi verið of óþægilegar? Ég hafi skrollað hratt fram hjá rykgráum blóði drifnum litlum líkömunum af því ég vildi ekki komast í uppnám? Átti nóg með sjálfan mig? Brjálað að gera í jólabókaflóðinu? Það hafi bara verið of óþægilegt að horfa á myndböndin af sundurlimuðum börnum? Að heyra tölfræðina um fjölda látinna? Um börnin sem voru myrt á tíu mínútna fresti af háþróuðum her með sprengjum sem kostuðu milljarða dollara? Um meðalaldur fallinna í Palestínu, sem er fimm ár? Fimm fokking ár. Mun ég reyna að réttlæta lokuð augu mín? Tala um sjöunda október? Tala um Hamas? Um flókið ástand? Um meint gyðingahatur? Um flækjustig ólíkra trúarbragða?
Eða mun ég segjast hafa gert allt sem ég gat? Rifist, mótmælt, sniðgengið, öskrað, skrifað, deilt og verið óþægilegur á meðan óréttlætið var svo yfirþyrmandi að mér leið eins og ég væri að kafna? Af því ég er að kafna. Og þið ættuð líka að vera að kafna. Ég veit að stundum erum við góð í að setja upp grímu og láta eins og allt sé í topp standi, en stundum er líka allt í góðu að taka niður grímuna og öskra: Hættið að drepa börn! Riftum stjórnmálasambandi við Ísrael! Stöðvið þjóðarmorðið!