,,Það liggur fyrir að 3.600 íbúðir Íbúðarlánasjóðs voru seldar á 57 milljarða, við fáum ekki að vita hverjir hinu heppnu voru sem að keyptu þessar íbúðir.“
Þorsteinn Sæmundsson hefur ekki fengið nein svör í eitt ár og allt hefur verið gert til þess að koma í veg fyrir að upplýsingar fáist um þá aðila, einstaklinga eða fyrirtæki sem að fengu íbúðir og einbýlishús á 15 milljónir króna að meðaltali frá ríkinu.
Miðað við að verðið hafi aðeins verið 15 milljónir fyrir fasteign, að meðaltali, bendir það til þess að hugsanlega hafi einhverjir fengið þessar eignir á undirverði en það á vonandi eftir að koma í ljós en mikil tregða er af hálfu stjórnvalda að gefa upp hverjir fengu fasteignirnar, þrátt fyrir að Persóuvernd hafi heimilað að nöfnin verði gerð opinber.
Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins bíður eins og áður segir, enn svars frá Ásmundi Einari Daðasyni, ráðherra, um nöfn þeirra sem fengu afsöl fyrir þessum 3.600 íbúðarhúsum frá ríkinu sem að voru hirt af fjölskyldum í hruninu og aðrir ráherrar hafa heldur ekki hjálpað til við að upplýsa málið. ,,Ríkið hefur ekki einu sinni beðið um frest eins og lög gera ráð fyrir.“ Sagði Þorsteinn Sæmundsson.
Þrjú þúsund manns urðu gjaldþrota, 116.939 hlutu árangurslaus fjárnám og 9.200 heimili voru seld á nauðungarsölum hjá jafn mörgum fjölskyldum
Á Alþingi, ítrekaði Þorsteinn Sæmundsson, oftar en einu sinni, við ráðherra húsnæðismála, Ásmund Einar Daðason, framsóknarflokki, að hann mundi birta lista yfir þá sem að fengu afsölin fyrir 3.600 íbúðum sem að voru hirtar af fólki í hruninu á nauðungaruppboðum. Þessar íbúðir eru jafnvel taldar hafa verið seldar á slikk til einhverra aðila sem að enginn möguleiki hefur verið að fá upplýsingar um hverjir eru, í heilt ár, þrátt fyrir marg ítrekaðar beiðnir þingmannsins á Alþingi íslendinga. Samtals voru 9.200 íbúðarhús seld á nauðungaruppboðum á tímabilinu, þar af hafa 3.600 endað hjá Íbúðalánasjóði og 5.600 íbúðir líklega endað af stærstum hluta hjá ríkisbönkunum án þess að neinar upplýsingar liggi fyrir um hver hafi fengið þær hjá ríkinu. Engar upplýsingar liggja fyrir um til hvaða aðila þessar 9.200 íbúðir fóru.
Ráðherrann, bar upphaflega fyrir sig, að Persónuvernd þyrfti að gefa leyfi fyrir því að nöfn þeirra er höfðu hreppt íbúðirnar og húsin, yrðu birt og tafðist þannig málið í nokkra mánuði. Þegar að svo loksins barst svar um að heimilt væri að birta nöfn kaupenda, þá var málinu þvælt enn meira af hálfu ráðherrans. Með því að nú ætti Íbúðalánasjóður einnig að fara með sama málið um sama efni og reka það aftur fyrir Persónuvernd sem þegar hefur gefið svar, að sögn Þorsteins Sæmundssonar.
Persónuvernd hefur þegar gefið ráðherra íbúðarmála á Íslandi, sem er æðsta vald yfir Íbúðalánasjóði, heimild til þess að birta nöfn þeirra sem að fengu 3,600 íbúðir og hús frá ríkinu á árunum 2008-2017 þegar að 3600 fullnustu íbúðir og hús voru seld. Ráðherra neitar enn að upplýsa um þá sem keyptu og spurningar hafa verið spurðar á þinginu um það m.a. hvort að ráðherrann hafi eitthvað að fela ?
Upphaf málsins má rekja til þess að fyrir ári síðan, sendi Þorsteinn Sæmundsson skriflega fyrirspurn til félagsmálaráðherra og óskaði eftir nafnalista þeirra sem keypt hafa fullnustueignir af Íbúðarlánasjóði síðustu 10 ár. Svar barst frá félagsmálaráðherra um þrem mánuðum seinna þar sem hann taldi sig ekki geta birt nafnalista vegna persónuverndarsjónarmiða. Þorsteinn Sæmundsson hafði þá samband við persónuvernd á sínum tíma sem lagðist alls ekki á móti því að nafnalisti yrði birtur.
,,Engar upplýsingar fást um hverjir hafa keypt fasteignirnar og skv. fyrirspurn sem ég sendi inn í september s.l. hefði ég átt að fá svar innan 15 daga en það hefur ekki enn borist. Er eitthvað þarna á ferðinni sem að þolir ekki dagsins ljós?
Hví er þessi tregða á upplýsingum? Við getum alveg giskað á afhverju það er.“
Það liggur fyrir að 3.600 íbúðir Íbúðarlánasjóðs voru seldar á 57 milljarða, við fáum ekki að vita hverjir hinu heppnu voru sem að keyptu þessar íbúðir.“ Sagði Þorsteinn Sæmudsson í viðtali við Reykjavík síðdegis um málið.
Svarið hefði átt að berast um miðjan júní en ráðuneytið neitar enn að svara Þorsteini um þetta mál eins og kom fram á dögunum í þættinum : Reykjavík síðdegis – Kröfurnar seldar vogunarsjóðum á 1 til 10 prósent
Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra og segir Þorsteinn Sæmundsson að best sé að spyrja hann um hvað hafi orðið um eignir fólksins
Þorsteinn Sæmundsson var m.a. spurður af hverju almenningur hafi ekki fengið að kaupa eignirnar eða fólkið sem var að tapa heimilum sínum á 1 til 10% af raunverulegu verðmæti eignanna?
Þá benti Þorsteinn á að best væri að spyrja Steingrím J. Sigfússon að því þar sem að hann hefði stýrt þessum málum sem ráðherra Vinstri Grænna.
Jafnframt nefndi hann að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði stungið upp á því að ríkið mundi koma að málunum fyrir fólkið í landinu en því hafi snarlega verið hafnað og alls ekki komið til greina af hálfu Vinstri grænna sem að stóðu á þessum tíma fyrir svokallaðari „Skjaldborg heimilanna“.
Fréttatíminn mun fylgjast vel með þessu máli til enda og birta nýjustu upplýsingar af því hverju sinni en ekkert hefur gerst í málinu s.l. þrjár vikur af hálfu ríkisins og á málið árs afmæli nú í febrúar.
Ásta Lóa Þórsdóttir, Formaður Hagsmunasamtaka heimilianna, deildi eftirfarandi sögu af sínu máli á Facebook-síðu sinni:
,,Kröfurnar voru seldar vogunarsjóðum á 1 til 10 prósent af raunverulegu verði heimilanna“
,,Þetta VERÐUR að rannsaka!
Frammi fyrir þessu stendur maður algjörlega réttlaus! „Kröfurnar voru seldar á allt niður í 1% og þeir sem stýrðu þeirra ferð voru Steingrímur J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra og hans fólk og auðvitað er hann kannski best í stakk búin til að svara [þeirri] spurningu. Það er algjörlega ljóst að þessar kröfur voru seldar vogunarsjóðunum og fleiri slíkum fyrir á bilinu 1 – 10%“
Setjum þetta í samhengi:
Í tilfelli okkar Hafþórs Ólafssonar var krafan s.s. seld á 300.000 – 3.000.000 en það var ekki nóg! Bankinn fékk nefnilega líka að breyta láninu okkar í eitthvað sem við hefðum aldrei samþykkt og hækkaði 30 milljóna lánið okkar á einu bretti upp í 45 milljónir. Af því við neituðum að sætta okkur við það vill hann núna 60 milljónir og fær húsið okkar sem núna er metið á 85 milljónir. Hagnaður bankans getur þannig orðið 80 – 84,7 milljónir (eftir fasteignaverði).
Við stöndum hins vegar eftir með EKKERT í höndunum og þurfum meira að segja að borga kostnað bankans líka þegar við höfum reynt að leita réttar okkar frammi fyrir GJÖRSPILLTUM dómurum sem vinna fyrir „kerfin“ en gegn einstaklingum.
Þetta hlýtur að kallast gargandi snilld!
Maðurinn sem olli þessu er í dag forseti Alþingis og þó hann hafi séð sig knúinn (með réttu) til að biðja afsökunar á gjörðum annarra, þá hefur hann aldrei séð ástæðu til að biðjast afsökunar á eigin gjörðum. – 15.000 heimili eru ennþá að bíða eftir því!
Er ekki kominn tími til, á 10 ára „afmæli“ hrunsins, að stöðva aðförina að heimilum landsins? Er ekki kominn tíma til að láta heimili landsins njóta vafans sem sannanlega er fyrir hendi, á með þessi mál eru rannsökuð ofan í kjölinn?
Er ekki kominn tími til að hætta að fóðra bankana með þessum skelfilega hætti?“ – Hér er einnig hægt að lesa grein Ástu Lóu sem birtist í Kvennablaðinu
Tengt efni:
https://www.fti.is/2018/12/10/islenska-bankakerfid-faer-falleinkun-hair-vextir-dyrt-okur-glaepastarfsemi-spilling-og-graedgi-eru-ordin-sem-flestum-dettur-fyrst-i-hug/