-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

,,Það er óhugnalegt að vita til þess að mögulega hafi einhver verið á sveimi inni á heimilinu meðan allir sváfu''

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Fjölskylda í Garðabæ varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í nótt að fá þjóf eða þjófa inn á heimili sitt á meðan að allir voru í fasta svefni. Virðist óboðni gesturinn hafa komist inn í húsið og skilið hurðina eftir opna þegar að heimilið var yfirgefið með lykla af Mercedes Bens bifreið fjölskyldunnar sem hefur skráningarnúmerið KO-021. Eigandi bifreiðarinnar deildi sögu sinni á facebook- síðu sinni í þeirri von um að geta endurheimt bílinn.
,,Bílnum okkar var stolið í nótt fyrir utan heimili okkar í Garðabæ. Útidyrahurðin var opin þegar við vöknuðum í morgun þrátt fyrir að vera í lás og lyklarnir farnir.
Það er óhugnalegt að vita til þess að mögulega hafi einhver verið á sveimi inni á heimilinu meðan allir sváfu. Hins vegar virðist ekkert hafa verið tekið innandyra en það mun koma betur í ljós. Þetta er allt hið undarlegasta mál. Mér þætti afskaplega vænt um ef þið gætuð hjálpað okkur við leit að bílnum með því að hafa augun opin og einnig deila þessum status útum allt.  Þetta er eitt það allra óþægilegasta sem maður lendir í. Bílnúmerið er KO-021.-“  Ef einhver hefur orðið var við bifreiðina á ferðinnni eða hefur einhverjar upplýsingar um málið, þá er viðkomandi vinsamlegast beðinn um að tilkynna það til lögreglunnar.