Hugleiðingar veðurfræðings
Febrúar er oft á tíðum sá mánuður í árinu sem mest er um óveður á Íslandi. Það sem af er febrúar núna, má segja að veður hafi verið með rólegasta móti. Það hafa ekki verið stormar og lítil úrkoma hefur fallið. Hiti nærri meðallagi sunnanlands, en kaldara fyrir norðan og austan.
Nú um helgina er útlit fyrir breytt veðurlag. Von er á allhvassri eða hvassri suðaustanátt, slær jafnvel í storm á stöku stað. Það verður úrkomulítið norðanlands, en í öðrum landshlutum má búast við rigningu, jafnvel í talsverðu eða miklu magni á Suðausturlandi og Austfjörðum. Það hlýnar vel uppfyrir frostmark og má búast við hita á bilinu 3 til 8 stig.
Veðuryfirlit
450 km SA af Hvarfi er víðáttumikil 958 mb lægð sem fer hægt S og grynnist heldur. Yfir S-Noregi er 1046 mb hæð, en við Scoresbysund er heldur minnkandi 1034 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan og austan 15-23 m/s á sunnanverðu landinu og rigning með köflum. Hægari vindur norðantil og yfirleitt þurrt. Fer að rigna á Austfjörðum í kvöld. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig með deginum. Suðaustan 13-20 á morgun. Talsverð eða mikil rigning suðaustan- og austanlands en rigning af og til í öðrum landshlutum. Dregur úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Sunnan 8-13 annað kvöld og skúrir. Hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 13.02.2021 10:14. Gildir til: 15.02.2021 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 13-20 m/s en heldur hægari í kvöld. Þurrt að kalla en rigning af og til síðdegis.
Gengur í suðaustan 15-23 í fyrramálið með rigningu. Dregur úr vindi og vætu seinnipartinn á morgun, sunnan 8-13 annað kvöld og skúrir.
Hiti 3 til 7 stig.
Spá gerð: 13.02.2021 10:14. Gildir til: 15.02.2021 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Sunnan 8-13 m/s og rigning með köflum en bjartviðri norðan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.
Á þriðjudag:
Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Breytileg átt og rigning eða slydda í flestum landshlutum en úkomuminna seinnipartinn. Heldur kólnandi.
Á fimmtudag:
Norðlæga átt og dálítil rigning eða slydda norðan- og austanlands en annars þurrt að kalla. Hiti 0 til 5 stig.
Á föstudag:
Norðaustanátt og rigning eða slydda en lengst af þurrt norðvestantil. Hiti um og yfir frostmarki.
Discussion about this post