Hugleiðingar veðurfræðings
Það lítur út fyrir prýðilegasta vetrarveður víða í dag, hægur vindur, bjart og kalt. Suðvestanlands stefnir hins vegar í suðaustan strekking með snjókomu af og til þegar lítið lægðardrag kemur úr suðri. Ákveðin óvissa er með hversu mikið fellur úr draginu en líklega byrjar að snjóa seinni partinn á höfuðborgarsvæðinu, þó að eitthvað gæti fallið fyrr. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm á sunnan- og vestanverðu landinu með slyddu eða snjókomu, en þurrt og hægari vindur fyrir norðan. Það hlýnar aðeins með þessum skilum, en kólnar síðan jafnharðan á þriðjudag.
Gul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður og Miðhálendi
Veðuryfirlit
Skammt S af Reykjanesi er 1002 mb smálægð sem þokast NNV. 400 km SV af Hvarfi er vaxandi 992 mb lægð sem fer NA.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt 3-8 m/s og bjart, en suðaustan 5-13 og snjókoma á SV-horninu og einnig V-lands í kvöld. Frost 2 til 20 stig, mildast með S-ströndinni. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 15-23 m/s seinni partinn og snjókoma eða slydda á köflum S-lands og víða skafrenningur, en hægari og þurrt fyrir norðan. Bætir heldur í vind annað kvöld. Hlýnar í veðri.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 3-10 m/s og snjókoma með köflum. Frost 2 til 8 stig.
Gengur í suðaustan 13-20 seinnipartinn á morgun með snjókomu eða slyddu á köflum og skafrenningi. Hlýnar í veðri. Hiti 0 til 3 stig.
Spá gerð: 13.02.2022 15:32. Gildir til: 15.02.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austlæg átt, 10-18 m/s og snjókoma í fyrstu, einkum SA-til, en lægir þegar líður á daginn og dregur úr ofankomu. Sunnan 5-13 seinni partinn og él SV-til. Hiti um og undir frostmarki.
Á miðvikudag:
Stíf austan- og norðaustanátt og víða dálítil snjókoma eða él, en úrkomulítið V-til. Frost 0 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt með stöku éljum og kólnandi veðri.
Á föstudag:
Austlæg átt með ofankomu á köflum á S- og V-verðu landinu, annars þurrt. Kalt í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir vaxandi austlæga átt, einkum seinnipartinn. Lengst af úrkomulítið og dregur úr frosti.