Tveir aðilar voru handteknir í dag eftir stórfelda líkamsárás og frelsissviptingu. Við handtöku fannst einnig nokkuð magn af fíkniefnum. Þolandi fór á slysadeild til aðhlynningar
Þá var tilkynnt um átök milli tveggja aðila. Báðir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna málsins. Málið er í rannsókn.
Tilkynnt var um umferðaróhapp á gatnamótum Fellsmúla/Háaleitisbrautar. Ekki talin slys á fólki en þegar þetta er ritað liggja ekki frekari upplýsingar fyrir.
Umræða