Hugleiðingar veðurfræðings
Lægðin sem heldur að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg.
Ekki verður mikil úrkoma né mjög hvasst en það mun kólna tímabundið í kvöld og nótt. Svo er að sjá að það hlýni með suðlægum áttum þegar nær dregur helgi og benda spár til að það geti staðið fram yfir helgi. Spá gerð: 13.02.2024 06:32. Gildir til: 14.02.2024 00:00.
Gul viðvörun vegna veðurs: Suðausturland
Veðurhorfur á landinu
Norðan 8-15 m/s í dag, en staðbundið 15-20 m/s austan Öræfa. Él, en bjart með köflum sunnan- og vestantil. Hiti nálægt frostmarki. Lægir heldur, léttir til og kólnar talsvert í kvöld.
Suðvestan 10-18 og él á morgun, hvassast á Vestfjörðum og á Norðurlandi en mun hægari og bjartviðri suðaustan- og austanlands. Allvíða frostlaust vestantil, annars 0 til 5 stiga frost.
Spá gerð: 13.02.2024 04:03. Gildir til: 14.02.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él norðantil, en skýjað með köflum og þurrt suðaustantil. Frostlaust syðst, en frost annars 0 til 8 stig, mest inn til landsins.
Á föstudag:
Gengur í suðaustan 10-15 m/s með slyddu eða rigningu, en hægara og þurrt norðan- og austantil. Hlýnandi veður.
Á laugardag:
Stíf suðaustanátt með rigningu, einkum suðaustanlands, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti víða 2 til 7 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Suðlæg átt, væta með köflum og milt veður.
Spá gerð: 13.02.2024 07:55. Gildir til: 20.02.2024 12:00.