Uppsjávarskipið Álsey VE 2 sem er í eigu Ísfélagsins er til sölu. Þetta staðfesti Eyþór Harðarson útgerðarstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir.
Ásley er uppsjávarskip sem var smíðað í Flekkefjord í Noregi árið 1987 og sagði Eyþór að í ljósi þeirrar stöðu sem væri á loðnunni hafi verið ákveðið að selja skipið. „Í ljósi þeirra stöðu sem við erum í varðandi loðnu og önnur verkefni þá var ákveðið að segja áhöfninni upp og bjóða skipið til sölu,“ sagði Eyþór. (Mynd/Óskar Pétur Friðriksson).
https://www.fti.is/2019/02/26/med-rettu-aetti-ad-gefa-fiskveidar-innfjarda-frjalsar-segir-fiskifraedingur/
Umræða