Sigríður Andersen dómsmálaráðherra stígur til hliðar
Sigríður Andersen hélt blaðamannafund nú rétt fyrir klukkan þrjú í dag og fór yfir málið vegna Landsréttar frá sínum bæjardyrum séð en eins og kunnugt er, hefur skipunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á fjórum dómurum við dómstólinn, þvert á faglegt mat um hæf dómaraefni sem voru á lista hæfnisnefndarinnar sem að taldi þá dómara sem voru ráðnir, óhæfari en aðra. Hún vísaði allri gagnrýni sérfræðinga á bug varðandi ráningu sína á dómurunum og sagðist sjálf vera hæfasti sérfræðingurinn í málinu er það var rætt á Alþingi.
En sagði af sér vegna málsins nú áðan en á hana hafði verið ítrekað skorað. Formaður flokksins vissi af ákvörðunni en ekki aðrir. Forsætisráherra og aðrir á Alþingi munu frétta af afsögninni í fjölmiðlum, sagði hún.
Hún segir að dómurinn hafi komið sér verulega á óvart og reyndi að benda á að þætti sem að væru henni hugsanlega í hag og að dómstóll Mannréttindadómstóls Evrópu hefði ekki unnið málið nógu vel t.d. varðandi dóminn yfir þeim brotaþola sem að getið er í dómnum sem að vísað var til dómstólsins. Hún segir að dómstóll Mannréttindadómstóls Evrópu eigi ekki að dæma eftir ólgu í Evrópu heldur eftir lögunum.
Katrín Jakobsdóttir segi að stóra málið sé að klára þetta mál fyrir fólkið í landinu, og segist taka dóminn mjög alvarlega og að hún dómurinn hafi víðtækar afleiðingar á Landsrétt. Hún segir að Sigríður hafi gert rétt með því að segja af sér. Aðspurð um hvort að ríkisstjórnin hefði ekki þorað að taka slaginn varðandi vantraust sem að stóð til að leggja fram, þá sagði hún að það væri atriði sem að ekki þyrfti að standa frammi fyrir nú. Þar sem að Sigríður ætli að segja af sér tímabundið.
Sigurður Ingi Jóhannsson tók í sama streng og sagði að hann styddi ákvörðunina um afsögnina.
Mannréttindadómstóll Evrópu segir m.a. um vinnubrögð Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra : „Hafi skaðað það traust sem dómsvaldið í lýðræðisríki verður að vekja hjá almenningi og hafi gengið gegn kjarna þeirra grundvallarreglna að dómstólar verða að vera skipaðir samkvæmt lögum“
Dómstóllinn dæmir svo að ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við Landsrétt en hún var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði til að yrði skipaðir í Landsrétt, algerlega þvert á tillögur hæfnisnefndar haustið 2017. Ákvörðun Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var mjög umdeild en hún vísaði öllum ásökunum á bug ítrekað en Alþingi samþykkti svo á endanum tillögu hennar þar sem tillögur hæfnisnefndarinnar voru hundsaðar og listi hennar, yfir fimmtán umsækjendur sem nefndin taldi hæfasta, en var ekki tekin til greina af Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Skipan dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við lög og íslenska ríkið braut þannig á réttindum sem tryggð eru í mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta var niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) sem dæmir svo að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi „augljóslega hunsað“ reglur sem giltu um skipanina. Alþingi er einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómaranna. En undanfarna áratugi hafa ráðningar dómara á Íslandi verið harðlega umdeildar og þá sérstaklega við hæstarétt.
Dómskerfið á Íslandi í molum og rúið trausti
Allir dómarar í Landsrétti hafa lagt niður störf vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem að birtist í gær, vegna skipunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á fjórum dómurum við dómstólinn, þvert á faglegt mat um hæf dómaraefni sem voru á lista hæfnisnefndarinnar sem að taldi þá dómara sem voru ráðnir, óhæfari en aðra. Hún vísaði allri gagnrýni sérfræðinga á bug varðandi ráningu sína á dómurunum og sagðist sjálf vera hæfasti sérfræðingurinn í málinu, þegar að málið var rætt á Alþingi en neitar nú að segja af sér.
Katrín Jakobsdóttir neitar að tjá sig um málið og ríkisstjórnin hefur öll forðast fjölmiðla vegna málsins. Þess má geta að Katrín Jakobsdóttir hefur fordæmt vinnubrögð við ráðningar dómara en þá var var hún í stjórnarandstöðu og líklegt er að viðhorf hennar sé algerlega breytt til málsins nú eins og til annara mála áður en hún gekk til liðs við ríkisstjórnina.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur skotið ellefu málum til Mannréttindadómstóls Evrópu til viðbótar við málið sem dæmt var í í gær.
Allir lögmenn sem að hafa tjáð sig um málið segja að málið hafi gífurleg áhrif á allt réttarkerfið á Íslandi og að kostnaðurinn sé gríðarlegur fyrir samfélagið. Dómskerfið á Íslandi sé í molum og rúið trausti svo vægt sé til orða tekið.
Búið sé að dæma í hundruðum mála sem að nú verði líklega öll ógild, menn sitji jafnvel í fangelsum, sem séu hugsanlega byggðir á ógildum dómum sem að líklegt sé að beðið verði um endurupptöku á dómum frá grunni og þetta mál setur allt réttarkerfið í alsherjar upplausn. Auk þess bíða nú hundruð mála úrlausnar þar ofan á, sem að gerir málið enn alvarlegra.
Hæstiréttur dæmdi tveimur umsækjendum bætur sem voru á lista hæfnisnefndarinnar, í desember árið 2017.
Taldi dómurinn að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra hefði brotið stjórnsýslulög og að meðferð Alþingis hefði verið gölluð. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra vísaði dómi hæstaréttar á bug og sagði hann ekki marktækan og sömu viðbrögð eru hjá henni varðandi dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem að kemst að þeirri niðurstöðu að hún og svo Alþingi hafi brotið lög við ráðningu dómara við Landsrétt.
Forseti Íslands var svo að lokum látinn skrifa undir þessi ólöglegu lög en hann kom einnig fram í umræðu varðandi annað mál sem að varðaði embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra sem að vörðuðu uppreisn æru. Hneykslismálið sem að felldi ríkisstjórnina eins og kunnugt er.
Stjórnarandstaðan hefur nú sagt að rétt sé að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra segi af sér þegar í stað en ákall um afsögn hennar hefur áður komið fram án þess að hún hafi orðið við þeim áskorunum. Nefnt hefur verið að nú eigi að gefa Sigríði svigrúm í smá tíma til þess að segja af sér sjálf en ef ekki verði af því, verði líklega lögð fram vantraust á hana á Alþingi í annað sinn. Lögð er áhersla á að vinna þetta mál hratt og vel og að hún geti ekki verið þáttakandi í endurreisnarstarfi og tiltekt eftir hana sjálfa.
Óskað hefur verið eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd og sérstakri umræðu á Alþingi um málið sem að á langt í land með að vera lokið.