Yfir landinu sunnanverðu er vaxandi 1003 mb lægð sem hreyfist NA, en á sunnanverðu Grænlandshafi er 1000 mb lægð sem þokast SSV. Yfir Grænlandi er 1025 mb hæð
Í dag verður suðaustan strekkingur eða allhvass vindur og snjókoma austantil á landinu, en annars hægari og úrkomulítið víðast hvar. Lægir og styttir upp suðaustanlands og á Austfjörðum er líður á daginn. Norðaustan allhvass vindur eða hvassviðri og éljagangur verður á Vestfjörðum og með norðurströndinni í dag.
Dregur úr vindi í nótt og hæglætisveður í öllum landshlutum á morgun og framan af sunnudegi. Bjartviðri sunnantil en stöku él um landið norðanvert og kalt í veðri. Á sunnudagskvöld gengur í stífa sunnanátt er næsta lægð nálgast landið.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 10-18 m/s og snjókoma um landið austanvert, norðaustan 13-20 og él á Vestfjörðum, en annars hægari og úrkomulítið. Lægir smám saman, en strekkingur með norðurströndinni fram á nótt. Frost 1 til 6 stig, en hiti 0 til 4 stig með suðurströndinni. Kólnar í kvöld. Norðlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun, léttskýjað sunnantil, en minnkandi éljagangur nyrðra. Frost 2 til 10 stig.
Spá gerð: 13.03.2020 05:29. Gildir til: 14.03.2020 00:00.
GUL VIÐVÖRUN
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðaustan 5-13 m/s. Dálítil él á Norður- og Austurlandi og allra syðst, en annars þurrt og jafnvel bjart suðvestanlands. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum.
Á sunnudag:
Suðvestan 10-15 og snjókoma norðvestantil, en annars hægari og þurrt að kalla og lengst af bjart austanlands. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu sunnanlands um kvöldið. Talsvert frost en dregur úr því þegar kemur fram á daginn.
Á mánudag:
Hvöss suðaustanátt með snjókomu eða slyddu en síðar rigningu sunnanlands, talsverð úrkoma suðaustanlands. Suðaustan- og síðar austanátt og snjókoma norðantil, en hægari suðlæg átt með skúrum eða slydduél syðra uppúr hádegi. Hiti 0 til 4 stig, en vægt frost fyrir norðan.
Á þriðjudag:
Stíf norðaustanátt og snjókoma nyrst, annars mun hægari suðvestlæg átt og él en þó yfirleitt þurrt austanlands. Hiti um og undir frostmarki.
Á miðvikudag:
Vestlæg eða breytileg átt með éljum, en þurrt að kalla austanlands. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir hæga breytilega átt og stöku él.
Spá gerð: 12.03.2020 21:09. Gildir til: 19.03.2020 12:00.