Það er hægt að eignast auðæfi og tapa á einum degi í hagkerfi heimsins segir á síðu Bloomberg Billionaires listans sem telur 500 ríkustu einstaklinga heims. þá segir jafnframt að auk viðskiptakunnáttu og afreka sé margt fólk á listanum einnig virkir góðgerðarsinnar. – ,,Þetta er ríkasta fólk í heimi.“
Jim Ratcliffe er á listanum og er sagður eiga 26.6 milljarða dollara sem gera 3.527 milljarða í íslenskum krónum.
Eignarhaldsfélag Ratcliffes, er talið hafa varið 36 milljónum sterlingspunda til þess að eignast alls 39 jarðir á Íslandi frá árinu 2016. Það er jafnvirði ríflega sex milljarða króna.
Ratcliffe er sagður eiga m.a. land að Hofsá, Selá, Hafralónsá, Miðfjarðará og Vesturdalsá
Jim Ratcliffe er sjálfsprottinn breskur iðnrekandi og stofnandi Ineos Group, efna- og gasfyrirtækis í London sem samanstendur af 20 sjálfstæðum fyrirtækjum.
Ratcliffe á tvær lúxus snekkjur sem metnar eru á 36 milljarða króna:
Hampshire II, sem er um 20 milljarða íslenskra króna virði (150 milljónir dollara), og Sherpa, 243 feta lúxus snekkja að verðmæti 16 milljarða íslenskra króna (120 milljóna dollara.)
Ratcliffe er ekki mikið gefinn fyrir sviðsljósið en hann hefur samt sem áður veitt nokkur viðtöl um líf sitt og sagðist hann m.a. í einu þeirra hafi lært hvernig á að telja með því að telja reykháfana úr svefnherbergisglugganum í Failsworth í Englandi. Sem krakki fangaði hann froska með vinum sínum í hverfinu.
Fræg tilvitnun: „Ef fjármunir eru að tapast, þá verður þú að gera eitthvað í því. Þú getur ekki lifað með höfuðið í sandinum.“
Um Ratcliffe
Jim Ratcliffe – Fæddur: okt. 18, 1952 (68 ára) í Failsworth, Lancashire, Englandi – Eign: 26,6 milljarðar Bandaríkjadala
Fyrrverandi maki: Amanda Townson (f. 1985, skildu 1995), Maria Alessia Maresca (maki) – Börn: 3
https://gamli.frettatiminn.is/17/01/2021/39-jardir-a-ruma-sex-milljarda-i-eigu-eins-adila/