Embættismenn Mariupol segja að um 2.200 manns hafi fallið í árás Rússa undir stjórn fjöldamorðingjans og stríðsglæpamannsins Vladimir Pútín. „Hingað til hafa 2.187 íbúar Mariupol látist af völdum árása Rússa.“ Það er mikil aukning frá því sem síðast var tilkynnt um eða tæplega 1.600 íbúa.
,,Ástandið í Mariupol heldur áfram að vera mjög erfitt. Borgin hefur ekkert rafmagn, vatn eða hita og nánast engin farsímasamskipti og er að verða uppiskroppa með mat og vatn,“ sögðu embættismenn borgarinnar í viðtali við CNN.
Ráðið sakaði rússneskar hersveitir og vígasveit aðskilnaðarsinna sem styðja þá um að „skjóta vísvitandi á íbúðahverfi“. Það sagði að hluti Mariupol State háskólans hefði verið skotinn á sunnudag.
Þar er langþráð lest með nauðsynjavörur á leiðinni en er enn í nokkurri fjarlægð frá Mariupol og þeir segja að hún hafi orðið fyrir 22 sprengjuárásum síðasta sólarhringinn af hálfu Rússa.
https://gamli.frettatiminn.is/12/03/2022/russar-utiloka-vidraedur-vid-nato/
Umræða