Þrír karlar og þrjár konur voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur, eða til 26. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fólkið var handtekið í síðustu viku í kjölfar umfangsmikilla aðgerða á höfuðborgarsvæðinu og víðar, en tilefni þeirra var rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi.
Rannsókn málsins miðar ágætlega.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Umræða