Sævar Þór Jónsson lögmaður skýrir frá því á facebooksíðu sinni að dómur dómstóls Evrópusambandsins hafi verið nýttur til hliðsjónar við sýknu IPTV í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar er m.a. reynt á túlkun þess, hvað felist í því að gera höfundaréttarvarið efnið aðgengilegt og hvort sala aðgangskassa eins og IPTV sem að veitir neytendum aðgang að þúsundum sjónvarpsrása um allan heim, geti fallið undir það hugtak.
,,Í gær féll dómur í máli sem bæði ég og Lárus vorum verjendur í. Voru umbjóðendur okkar sýknaðir.
Í dóminum reyndi m.a. á túlkun þess hvað felst í því að gera höfundaréttarvarið efnið aðgengilegt og hvort sala aðgangskassa eins og IPTV geti fallið undir það hugtak.
Reyndi m.a. á beitingu og túlkun hugtaksins með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og-ráðsins 2001/29/EB sem oft er kölluð tilskipunin um höfundarrétt í upplýsingasamfélaginu.
Með þessu taldi dómurinn rétt að leggja heildstætt mat á fjölmörg atriði tengd sölu og markaðssetningu aðgangskassana og tæknilegan búnað þeirra. Þótti ekki nægileg upplýst um þessi atriði til þess að sakfella auk þess sem ákveðin atriði er varað refsinæmi verknaðarins voru talin óljós og ósönnuð.
Af þessum dómi má álykta að sala aðgangskassa eins og IPTV hér á landi geti ekki talist brot á höfundalögum ein og sér heldur þurfi fleira að koma til.
Ísland hefur færst nær Evrópu þegar kemur að miðlun línulegs og ólínulegs sjónvarpsefnis.“ Sagði Sævar Þór Jónsson lögmaður.