Einn heppinn miðahafi var með allar fimm lottótölur kvöldsins réttar og hlýtur 39.383.410 krónur í 1. vinning.
Miðinn var keyptur hjá Olís, Siglufirði. Þá voru þrír miðhafar með bónusvinninginn og fá rúmlega 186 þúsund krónur í sinn hlut.
Miðarnir voru keyptir í Vídeómarkaðnum, Hamraborg og tveir voru í áskrift.
Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Hagkaup, Skeifunni, Reykjavík og í áskrift.
Umræða