Enginn var með allar aðaltölur réttar auk stjörnutalnanna beggja og flytjast því rúmlega 5,4 milljarðar yfir á 1. vinning í næstu viku. Fjórir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 64,8 milljónir í vinning, miðarnir voru keyptir í Póllandi, Slóvakíu og tveir í Þýskalandi.
Það voru síðan fjórir miðahafar sem skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 22,8 milljónir og voru miðarnir keyptir í Noregi, Slóvaníu, Danmörku og Þýskalandi.
Einn var með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur hjá Olís, Klöpp á Skúlagötu í Reykjavík. Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 3.357
Umræða