Kæri lesandi! Ég hef engra sérhagsmuna að gæta í þessari þráhyggju minni um þennan afleik Alþingis. Þetta snýst ekki um EES eða ESB.
Ég hef ekkert a móti EES en það er gríðarlegur munur á því að vera í EES og innleiða reglugerðir eða að færa eftirlitsvald, framkvæmdavald og dómsvald í orkumálum til ACER (úr landi)! Því það er nákvæmlega það sem er í uppsiglingu.
Samhliða því er það skýr krafa frá Orkustofnun ESB að einkavæða (markaðsvæða) öll orkufyrirtæki landanna.
Okkar kostir eru bara vatnsaflsvirkjanir. Við getum ekki valið um mismunandi orkugjafa. Við erum bara í okkar orku sem er frábært þar til að sá markaður verður fákeppnismarkaður.
Eða trúir þú því að það verði blómleg samkeppni á þeim markaði? Það eru mögulega 2-3 hópar sem hafa efni á því að reka slík fyrirtæki og þeir hópar eru þegar tengdir viðskiptaböndum í samfélaginu.
Þú veist vel að hitaveitur þessa lands eru mjög háðar raforku (dælur til að dæla upp og dælur til að dreifa). Þessi orkupakki mun því á endanum hafa áhrif a þann kostnað líka og við búum a Íslandi.
Það er kalt og það er dimmt hér i 20 klukkustundir á sólarhring þegar verst lætur.
Þetta er eins og kvótakerfið. Nema i þetta sinn erum við að selja einkaaðilum, ekki bara kvótann, heldur landhelgina líka.
Og til að toppa það þá mun þessi samningur tryggja að ACER hafi allan lagalegan rétt til að fara með löggjafavald og dómsvald í þessum málaflokki.
Þér getur ekki verið sama! Þér á ekki að vera sama!