Mér er misboðið og þjóðinni er örugglega misboðið
Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra gagnrýnir harðlega kröfur sjö útgerðarfélaga sem vilja seilast í skattpeninga almennings og fara fram á samanlagt 10,2 milljarða króna úr ríkissjóði. Fjölmargir taka í svipaðan streng.
þetta er þeirra innsti kjarni, græðgi.
Á tyllidögum er talað um sameign þjóðarinnar það er talað um að Aurgoðarnir fari vel með það sem þeim hafi verið treyst fyrir.
Þetta lið svífst einskis, er ekki komið nóg? Hvar er sæmdin, hvar er þakklætið?
Ég skal svara þessu, ekkert ert svarið. Þegar íslenska þjóðin liggur á hliðinni vegna kórónu veirunnar stingur útgerðar auðvaldið þjóðina í bakið.
Jón og Gunna, Sigga og Pétur hafa misst atvinnuna og hér eru fyrirtæki að sökkva ofan í gjaldþrot, hér eru almenningur og fyrirtæki landsins að taka á sig höggið.
Þá kemur þessi frétt!
Hversu lágt getur þetta lið lagst til þess að reyna troða ofaní sitt svarthol? MEIRA MEIRA MEIRA MEIRA.
Kristján Þór Júlíusson þú getur ekki verið stoltur af þessu.
Mér er misboðið og þjóðinni er örugglega misboðið. „Þessar útgerðir verða dæmdar af verkum sínum“ Segir Bubbi Morthens um 10.2 milljarða kröfu útgerða á hendur ríkinu/þjóðinni vegna sameiginlegrar sjávarauðlindar þjóðarinnar.
Gylfi gáttaður á græðginni: „Hlýtur að vera Íslandsmet“
Sjö kvótaþegar krefja ríkið um 10,2 milljarða í bætur vegna kvóta
https://gamli.frettatiminn.is/sjo-kvotathegar-krefja-rikid-um-102-milljarda-i-skadabaetur-vegna-kvota/