Skipulögð leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long heldur áfram í dag en hennar hefur verið saknað frá því á skírdag og hefur leitin beinst að stóru svæði á strandlengjunni við Álftanes þar sem bíll hennar fannst.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu fór þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið um hádegisbil og verður við leit við strandlengjuna frá Gróttu og suður fyrir Álftanes.
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu Rúv að hópar frá björgunarsveitum vakti fjöruna og leiti með dróna.
Þau sem telja sig geta gefið upplýsingar um ferðir hennar eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 112.
Umræða