Öllu starfsfólki á skrifstofu Eflingar barst uppsagnarbréf í tölvupósti klukkan tvö í nótt. Fréttastofu rúv.is hefur borist afrit af einu bréfanna og í bréfinu segir að ráðningarsamningi hafi verið sagt upp og ástæðurnar séu skipulags- og rekstrarbreytingar sem nái til allra stöðugilda hjá stéttarfélaginu Eflingu.
Þá kemur fram í uppsagnarbréfinu að uppsagnarfrestur sé í samræmi við ráðningarsamning hvers og eins og þess óskað að vinnuskylda sé uppfyllt á uppsagnartíma. Þá verði öllum, óháð starfsaldri, tryggður þriggja mánaðar uppsagnarfrestur.
Í yfirlýsingu frá stjórn Eflingar sem gefin var út í morgun, segir að bréfið hafi verið sent í kjölfar þess að samkomulag náðist við trúnaðarmenn auk Vinnumálstofnunar, segir í fréttinni.
Umræða