Grunur um kosningaspjöll í Árneshreppi
Samkvæmt heimildum heimasíðunnar hafa 18 einstklingar flutt lögheimili sitt til Árneshrepps á tímabilinu 24. apríl til 5. maí. Fyrir voru 44 einstaklingar skráðir með lögheimili. Kristinn H. Gunnarsson
Þessir lögheimilsflutningar verða teknir fyrir hjá Þjóðskrá og svo getur farið að stofnunin taki upp skráninguna og hafni henni. Hinir nýju íbúar verða á kjörskrárstofni sem miðast við lögheimili 5. maí.
Hreppsnefnd mun halda fund bráðlega og afgreiða kjörskrána og svo getur farið að þessir 17 verði felldir af kjörskránni.
Málið er litið alvarlegum augum og verður athugað bæði hjá Þjóðskrá og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Bent er á að lögheimilisflutningarnir virðist verða tilhæfulausir málamyndagjörningar til þess eins að hafa áhrif á sveitarstjórnarkosningarnar. Eins og kunnugt er er deilt um aðalskipulagsbreytingar vegna Hvalárvirkjunar.
Í sveitarstjórnarlögum 92 grein eru fjallað um kosningaspjöll og gætu lögheimilisflutningarnir fallið undir d lið greinarinnar.
Skv. 103. grein hegningarlaga getur það varðað tveggja ára fangelsi að afla sér eða öðrum færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu sem viðkomandi á annars ekki rétt á.
Átján nýir á kjörskrá í Árneshreppi
Á íbúaskrá fyrir Árneshrepps er að finna nöfn þeirra sem færðu lögheimili sitt dagana fyrir 5. maí og verða á kjörskrárstofni sem sveitarstjórn mun fljótlega taka til afgreiðslu. Eins og fram hefur komið eru nýskráningarnar til athugunar hjá Þjóðskrá Íslands og eins hjá sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Eftir því sem næst verður komið eru 18 nýir á íbúaskránni , en ekki 17 eins áður hefur komið fram. Hér koma nöfnin með nýju heimilsfangi og fyrra sveitarfélagi eftir sem næst verður komið.
Á listanum geta leynst villur en samkvæmt heimildum heimasíðunnar er hann mjög nærri lagi.
Athyglisvert að af þessum 18 einstaklingum eru 11 þeirra skráðir til heimils á Dröngum. Þrír eru nýskráðir á eyðibýlið Seljanes og 4 nýir eru skráðir með lögheimili í Kaupfélagshúsinu. Elsti nýbúinn verður níræður í lok maí og annar er nýorðinn áttræður.
Sif Konráðsdóttir, fyrrv aðstoðarmaður Umhverfisráðherra og fyrrv lögfræðingur Landverndar mun eiga tvær dætur í hópum og svo er Hrafn Jökulsson ásamt dóttur sinni í hópnum.
Drangar:
Brynhildur Sæmundsdóttir f. 1928 Reykjavík
Snorri Páll Jónsson Reykjavík
Ásgeir Örn Arnarson Reykjavík
Ólína Margrét Ásgeirsdóttir Hvammi, Hellu
Sighvatur Lárusson Hvammi, Hellu
Kristín Ómarsdóttir Reykjavík
Óskar Kristinsson Akranes
Fríða Ingimarsdóttir Akranes
Kristján E. Karlsson Reykjavík
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir Reykjavík
Gunnhildur Hauksdóttir Reykjavík
Seljanes:
Lára Valgerður Ingólfsdóttir Reykjavík
Jón Leifur Óskarsson f. 1937 Reykjavík
Birkir Jónsson Reykjavík
Kaupfélagshús:
Hrafn Jökulsson Reykjavík
Þórhildur Hrafnsdóttir Reykjavík
Róshildur Arna Ólafsdóttir Akureyri
Helga Österby Þórðardóttir