Á fundi utanríkismálanefndar í dag var málið um 3. orkupakkann tekur óvænt úr nefndinni og af því tilefni sendu þingmenn Miðflokksins frá sér í morgun tilkynningu þar sem þeir lýsa megnri óánægju með að málið hafi verið tekið svo skyndilega úr nefndinni án þess að unnið hafi verið almennilega með málið.
Tillagan um að taka málið úr nefndinni var samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, atkvæði Miðflokksins. Aðeins er gefinn einn dagur til þess að leggja fram minnihlutaálit. Það er er óeðlilega skammur tími í jafn stóru máli, segja þingmenn Miðflokksins í þeir.
Það er skoðun þingmanna Miðflokksins að málsmeðferðin sé með öllu óboðleg. „Hér er um að ræða afar þýðingarmikið mál sem varðar mikla þjóðarhagsmuni. Nefnd er tekur slíkt mál til umfjöllunar ber að kynna sér sjónarmið allra þeirra er þekkingu hafa á slíkum málum, annað er Alþingi lítt til sóma.
Það má ljóst vera að ætlunin er að þröngva málinu í gegnum Alþingi á sem skemmstum tíma þrátt fyrir að málið valdi mörgum áhyggjum og mikil andstaða sé við það meðal þjóðarinnar,“ segir í yfirlýsingu frá þingmönnum Miðflokksins.
Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni: