-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Leiga hækkar um tugi þúsunda vegna húsnæðisskorst

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar grein um tugþúsunda hækkun á leigu, umfram vísitöluhækkanir. Undanfarið hefur verið rætt um mikinn skort á íbúðarhúsnæði sem leiðir af sér miklar hækkanir á kaup- og leiguverði íbúða.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, skrifar um tugþúsunda hækkun á húsaleigu og mikla hækkun á kaupverði fasteigna 

Ég hef verið að fá fréttir af því að þekkt leigufélag hér landi sé aftur farið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á endurnýjun leigusamninga með tugþúsunda hækkun, umfram vísitöluhækkanir. Ein af útskýringum þeirra er að fasteignaverð hafi hækkað svo mikið. En sama leigufélag er auðvitað ekki að kaupa fasteignir sem það á nú þegar og sama leigufélag hefur ekki skilað krónu af miklum vaxtalækkunum síðustu ára í lækkaðri leigu.

Hækkun markaðsverðs á húsnæði ætti einnig að skila sér í lægra veðhlutfalli (skuldahlutfalli) og hagkvæmari fjármögnun.

Nú þegar hefur virðisaukning upp á tugi prósenta skilað eigendum leigufélaga gríðarlegum hagnaði. Og hagkvæmari fjármögnun skilað sér óskert í vasa sömu eigenda.

Einnig hef ég upplýsingar um að viðhaldi eigna sem félagið leigir út sé stórlega ábótavant. Við þessu þarf auðvitað að bregðast og vil ég biðja alla þá sem hafa fengið slíkar tilkynnningar að senda mér póst á [email protected] fullum trúnaði heitið!

Í febrúar 2019 hótaði VR að hætta viðskiptum við ákveðið fjármálafyrirtæki sem tengdist leigufélagi sem stundaði þessa viðskiptahætti árum saman. Úr varð að félagið hætti þeirri háttsemi og dró tilkynntar hækkanir til baka og bauð viðskiptavinum sínum lanngtíma leigusamninga. Nú virðist siðleysið og græðgin vera farin að banka uppá hjá stóru leigufélögunum á ný og hafa sjálfsagt augastað á auknum húsaleigustuðningi stjórnvalda sem þau sjá fyrir sér sem tekjulind til þeirra frekar en fólks í neyð.

Þetta þarf einfaldlega að stoppa og það er hægt því eigendur margra þessara leigufélaga hafa hag af öðrum viðskiptum en bara okurleigu.