-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Lífshætta sonarins hafði mikil áhrif á Sigga storm – Árni Þórður var á milli heims og helju

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Sigurður Þ. Ragnarsson

Sigurður Þ. Ragnarsson, sem er vel þekktur undir nafninu Siggi stormur vegna starfa hans við veðurfræði. Birti á síðu sinni beiðni um hugheilar bænir fyrir son sinn Árna Þórð um jólin en Árni Þórður var þá í lífshættu. Bundinn við öndunarvél í margar vikur og barðist fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild, vegna alvarlegra líffærabilunar. 

Betur fór en á horfðist og Árni Þórður, sem var um langa hríð á milli heims og helju,  losnaði úr öndunarvél á dögunum og er nú í krefjandi endurhæfingu á Grensás. Sigurður er innilega þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu syni sínum og er mjög auðmjúkur og einlægur í viðtali hjá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.

Ljóst er að áfallið og lífsreynslan hafði mjög djúpstæð áhrif á Sigurð og fjölskyldu hans. Þá segir Sigurður að lífsviðhorf og fleira hafi breyst við þessa miklu og átakanlegu lífsreynslu eins og fram kemur í viðtali sem birt var á útvarpi Sögu og er hér að neðan. Þar er jafnframt rætt um bæjarmálin í Hafnarfirði ofl.

Ráðríkir arkitektar og raflínur höfðu neikvæð áhrif á uppbyggingu nýrra hverfa í Hafnarfirði

Árni Þórður berst fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild

Árni Þórður er enn í lífshættu