Mál fyrrum nemanda Menntaskólans á Akureyri sem varð fyrir tilhæfulausum ásökunum um kynferðisofbeldi, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Hefur vakið mikla athygli og fjallar Ríkisútvarpið ítarlega um málin í dag.
Eftir ítarlega rannsókn, reyndust ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum með tilheyrandi íþyngjandi hætti fyrir unga manninn, sem varð fyrir miklum miska og varð hann m.a. að flytja af staðnum vegna þessa.
Tvisvar logið um kynferðisofbeldi
Menntaskólinn á Akureyri bað fyrrum nemanda afsökunar fyrr í vikunni á að hafa ekki náð að rétta hlut hans á meðan hann var í námi við skólann. Nemandinn neyddist til að hætta námi við MA 2021 vegna sögusagna og alvarlegra ásakana um kynferðisofbeldi. Mál hans var skoðað af ráðgjafahópi á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins í haust, eftir að sams konar ásakanir komu upp gagnvart sama nemanda í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ásakanirnar reyndust ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum.
Umræða