,,Þetta gekk vel og það mættu um 30 manns“ sagði Árni Kristinn Skúlason sem var með kynningu í Brúará fyrir landi Sels í gær í flottu veðri. Þarna var hægt að fræðast um ána hjá Árna sem þekkir svæðið enda fæddur og uppalinn á staðnum.
,,Það var virkilega gaman að þessu en veiðin er að byrja í ánni þessa dagana. Við sáum flotta bleikju fyrir ofan foss“ sagði Árni sem var kominn í Apavatn þegar við heyrðum í honum í gærkveldi, búinn að fá nokkra silunga. ,,Ég held að ég sé með veiðidellu“ sagði Árni þegar við spurðum hann hvort hann væri með veiðidellu á háu stigi.
,,Já þetta var fróðlegt og skemmtileg,, sagði einn þeirra sem mætti og það virðingavert að halda svona kynningu fyrir veiðimenn á öllum aldri.
Umræða