
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að ekki hafi náðst breytingar á stjórnarskránni. Eins og kunnugt er þá náði ríkisstjórnin ekki samkomulagi um fjölmörg mál og eitt þeirra var frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni sen fékk ekki afgreiðslu á Alþingi eins og fjallað var um í gær.
Guðni hefur oft gert stjórnarskrárbreytingar að umtalsefni og meðal annars í ræðu sem hann hélt við setningu Alþingis í haust en þar skoraði hann á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til umfjöllunar en án árangurs.
Stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fær ekki afgreiðslu
Discussion about this post