Verð á eldsneyti hefur verið í hæstu hæðum undanfarnar vikur og ástæðan er sögð vera vegna stríðsins í Úkraínu. FÍB hefur sagt að ,,Þrátt fyrir þessar miklu hækkanir sem stýrast af heimsástandi og ólgu á erlendum mörkuðum þá hafa íslensk stjórnvöld ekki gert neitt til að stemma stigum við þessum gríðarlegu hækkunum á eldsneyti til neytenda.“
,,Víða í Evrópu hafa stjórnvöld komið með inngrip og aðgerðir til þess að draga úr áhrifum þessara miklu heimsmarkaðshækkana á afkomu heimila og fyrirtækja. Meðal aðgerða má nefna lækkun eldsneytisskatta, lækkun virðisaukaskatts á bílaeldsneyti, verðþak á bensín- og dísilverð og skattafrádrátt vegna eldsneytis í rekstri ökutækja.
Til aðgerða hefur m.a. verið gripið í Svíþjóð, Finnlandi , Þýskalandi, Póllandi, Belgíu, Ungverjalandi.
Hvað er að frétta hér heima? Formlegu erindi FÍB til stjórnvalda um það að koma til móts við neytendur á þessum óeðlilegu tímum með a.m.k. tímabundinni lækkun eldsneytisgjalda hefur ekki verið svarað nema með neikvæðum ummælum í fjölmiðlum.“ Segir FÍB um málið en nú virðist eitt olíufélag hafa tekið af skarið og lækkað verðið. ,,Costco dælan í morgun“ sagði einn af viðskiptavinum félagsins á síðu fyrirtækisins og birti þar meðfylgjandi mynd þar sem verðið á disel er 299,8 krónur.
VERÐTAFLA YFIR VERÐ Á ELDSNEYTI Á BENSÍNSTÖÐVUM
https://gamli.frettatiminn.is/13/06/2022/aetlad-ad-lifa-af-a-sextan-tusundum-a-manudi-i-landi-taekifaeranna/
https://gamli.frettatiminn.is/04/06/2022/28-milljardar-i-skattaivilanir-vistvaenna-bila/